24.3.2007 | 16:19
Grænir Draumar
grænjakslinn um annan þveran við að dásama náttúrurómantík og
svífa um í draumi á ljósrauðum skýum. Í draumalandinu ætlar þetta
samsafn af leikurum, myndlistarmönnum og trúbadúrum, að lifa á að
selja landið milljón ferðamönnum og rækta lífrænt gras ofl. sér til
framfæris. Þetta fólk er gjörsneytt allri skynsemi og þekkingu á hvað
heldur venjulegu þjóðfélagi gangandi, eða hvernig kaupið gerist á eyrinni.
Forsjónin forði Íslandi frá að lenda í slíku leikhúsi fáránleikans.
Þetta fólk sem nú hrópar sem hæst hefur hingað til þurft á styrkjum
að halda til að lifa af, því menningar líf hefur ekki verið arðbært að
meira en umþbl. 40 af hundraði af kostnaði við það að starfa. En eftir-
standandi 60 af hundraði hafa verið styrkir í formi aðstoðar frá ríki,
fyrirtækjum og einkaaðilum, og alltaf er verið að heimta að meira sé lagt
til menningarmála.
Peningar eru í raun ekki papírsins virði, sem þeir eru prentaðir á, þeir
eru ávísun á einhver verðmæti sem standa á bakvið þá stofnun sem
gefa þá út. Í tilfelli íslensku krónunar er það, þjóðarframleiðslan (það
sem framleitt er af þjóðinni). Ef þeir grænu draumaprinsar og prinsessur
halda að það gangi að stöðva atvinnulífið, þá færi betur á, að þau haldi
áfram að dreyma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.3.2007 | 14:40
Að reikna annan svartan og hinn hvítan.
reiknimeistara, með því að reikna tvíbura í eina konukind og í þokkabót
var annar svartur og hinn hvítur. Ekki skortir Þjóðinni megtuga reiknimeistara
í dag og íslandusar Háskólans reika og reikna. Ein hefur komist að þeirri niður-
stöðu að þrátt fyrir að lægri prósentu tala sé tekin í skatt hafi skatta píningin
aukist uppúr öllu valdi. Jú, forsendan fyrir því er að launin hafa hækkað svo
mikið í krónutölu að skatturinn hækkaði einnig í krónutölu. Annar hefur ekki
gert annað en að rýna í GÍNI-stuðla og komist að þeirri niðurstöðu þjóðin sé
svo fátæk að hún eigi ekki sér viðreisnar von þrátt fyrir að vera, að þeirra sögn,
þriðja ríkasta þjóðin.
Annað sem er ákaflega vinsælt er að þusa um hversu lán séu dýr hjér á landi og
nú síðast var einn að bera saman, á blogginu að ef hann tæki 10 millur að láni
til 40 ára þyrfti hann að borga 56 millur í allt. En ef hann tæki sama lán erlendis
væri greiðslan 18 millur. Hann reiknar ekki sömu gengisþróun í báðum tilfellum.
Því erlenda lánið þarf hann að borga í gjaldeyri sem hækkar til jafns við gengis-
trygða lánið hér heima. Það er ekki sá munur á vöxtum hér og þar ef um húsnæðis
lán er að ræða. Gengistyggingu lána ber að þakka Alþýðuflokknum sálaða og
Jóni Baldvini sem taldi það afarkosti að lífeyrissjóðir yrðu að gjalda fyrir allar
geingisfellingarnar sem dundu yfir þjóðina áður en farið var að hefja %u201Cstór
iðju%u201D
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2007 | 09:49
Kaffiblettót umræða.
kaffi hefur skyndilega öðlast tilverurétt, þegar mánudaginn 19. marz birtis í Fréttablaðinu
heilsíða frá hinum gráu menningarvitum sem svo gjarnan vilja vera gænir og vistvænir.
Eitt skjal stórt og skrautlegt fyrir þjóðina að undirita, en hvar á þjóðin að undirrita? Er
ætlast til að skrifað sé ofaní kaffi blettina undan mokka-expressó bollanum sem ennþá
sendur á skrautskjalinu. Þvílík umgengni um ------.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2007 | 09:37
Allir Regnbogans litir. Sama og hvítt, grátt eða svart
Allir Regnbogans litir til samans, er sama og hvítt, grátt eða svart, það fer eftir
ljós magni. Nú gefa snillingarnir eingöngu möguleka á gráu eða grænu. eða eins
og bókin sem skrifuð var átti að heita, Að vera með á móti. Það mátti með sanni
sleppa orðinu eða.
EÐA hvað. Var einhver að minnast á bláa hnöttinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2007 | 13:44
Að selja norðurljósin.
matur væri til í búinu þegar hallaði undan fæti, síðla veturs.
Nú eru aðrir tímar, og mjólkin er sótt út í búð og allar sykruðu
afurðirnar eru að sliga kælihillurnar. En ekki eru menn ánægðir,
Nú skulu kýrnar vera sjálfbærar og menn taki upp dreyfbýlis
hugsjónina ómengaða. Selja ósnortið land, hreint vatn (ekki
nota það til að brugga bjór) og að lokum að selja norður ljósin.
Þetta er pistill dagsin frá hinum græna yfirstumpi.
Að selja norður ljósin var reynt fyrri part síðusu aldar,
en sá sem það gerði sá strax að það dugði ekki til að framfleyta
þjóðinni og lagði á ráðin að reisa virkjun (sjálfbæra) við Búrfell
og byggja áburðarveksmiðju, ásamt að leysa samgöngmálin
með járnbraut eftir endilöngu suðurlandi. En hvað gerðist? Upp
risu allir dreyfbýlisfrömuðirnir og mótmæltu, því þeyr óttuðust
að þrælarnir færu að snúa sér að öðru en að moka skít, þessir
höfðu áður riðið vestur og suður til að mótmæla símanum.
Rúmum sextíu árum síðar var Búrfellsvirkjun reist og þá upphófst
það tímabil í sögu þjóðar að ekki var lengur þörf á að fella gengi
krónunar á þriggja mánaða fresti til halda í við tapið á fiskveiðunum.
og þegar kvótakerfinu var komið á, varð loksins arðbært að
stunda fiskveiðar. En nú skal hverfa aftur til fyrrihluta síðustu
aldar, þegar hagstjórnarráð vinstri stjórnar voru þau að fólk
skyldi eta grjóngraut til að spara.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2007 | 21:45
Fáfræði
sprauti frá sér baneitruðu gasi sem heitir Koltvísýingur.
Svona er þekkingin. Veit náttúruvinurinn ekki að koltvísýringur er
fæða fyrir allan grænan gróður á láði og í legi og sjálfur hann andar
frá sér tugum lítra af koltvísýringi á sólahring.
Já vanþekkingin getur verið baneitruð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2007 | 13:24
Gróðurhúsa trúvilla
Í bókinni A Textbook of Theoretical and Inorganic Chemistery sem ég
las á sínum tíma við Hafnar háskóla eru í kaflanum um Carbon C2
fjórar síður helgaðar physical properties of CO2, þar er ekki svomikið
sem minnst á gegnsæi CO2 fyrir El/Mag.bylgjum enda ekki ástæða fyrir
því, En annar eigileiki CO2 sem sennilega hefur þýðingu fyrir því að
IR geislar af lægri orku ná ekki í gegn (lægri orka= lengri bylgjulengd).
Það er sá eiginleiki CO2 að hafa sérlega háan hitastuðul eða 158 cal/g
Sem þýðir á mannamáli að það þarf 158 cal. til að hita 1 gram um 1gr C.
eða hitarýmd gasinns er sérlega há sem er eiginleigi sem undirsrikuð er
vegna notkunar efinssins í alslags tæknilegri notkun og að lokum tekið
fram að þar sem CO2 er í meira magni en vanalega kælir það loftið í
hitagráðum.
Þessi upptaka á hitaorku lofts er sá eigileiki sem orsakar það að ekki er
stór munur á hitastigi dags og nætur eins og er á tunglinu, þar sem ekki
er lofthjúpur. En þar sem CO2 getur innihaldi meiri hitaorku en önnur
efni í lofthjúpnum nýtis það betur til að minnka hitasveiflur milli dags og
nætur. Heldur betur á hitanum frá Sólu. Næst þessum eiginleika CO2
kemst Vatn H2O með 8o cal/g. samanber hversu hafið og vötn hafa góð
áhrif á jöfnun á hita á jörðinni.
Þegar minnst er á vatn er einn eigileiki þess, sem ekki er til staðar í öðrum
efnum eða efnasmbödum og það er að hafa lægst rúmmál við 4 gráður,
alveg sérstæður. Væri þetta ekki til staðar væri jörðin einn ískökkul þrátt
fyrir lofthjúpinn.
En að lofttegundir hafi þau áhrif að virka sem gler á gróðurhúsi er hrein
fjarstæða, enda eru gróðurhús byggð til að loka inni loft svo að sá hiti
sem þar myndast rjúki ekki út veður og vind í bókstaflegri mekingu.
Það nægir að benda á mælingar sem Eigil Friis-Christensen og Knut
Lassen hjá dönsku veðurstofunni hafa unnið, sem ótvíræt benda á virkni
Sólar sem aðal orsök á breytileika hitastigs jarðar í heild.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.3.2007 | 14:19
Hver er munurinn á alvöru lýðræðis ríki og ES lýðræði:
Í lýðræðisríki er allt leyfilegt nema það sé bannað.
Í ES lýðræði er allt bannað nema það sé leyft.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2007 | 12:09
Meira fyrir Bjarna
framhaldið.
0,03-0,04% er meðal þétting (Konsentration) CO2 í lofthjúpnum. Það eru staðir á jörðinni þar sem þéttingin
er allt að 70%, þektastir eru Grotto del Cane (Hundahellar) við landamæri Nepals og Death Gulch í Yellowstone
einnig safnast CO2 saman í lægðum í landslagiu samfara eldgosum. Dæmi um slíkt er fjárskaði bænda í Heklu
gosinu 1947. Þetta sýnir að CO2 getur safnast saman þar sem loftstraumar tvístri því ekki og að CO2 er jarðlægt
og því þéttast næst jörðu.
Hvað varðar Ozon, hefur það ekki möguleika að síga til jarðar vegna þess hversu óstöðugt það er. það myndast við áhrif útfjólublárar geislunar frá sólu þ.e. 3xO2 verður að 2xO3 sem sundrast nær samtímis í O2, og allt skeður
þetta í háloftunum. Sem betur fer fyrir lífið á jörðinni því súrefnis sameindin O3 (ozon) virkar sem eitur við
innöndun.
Að sólar ljósið sé stöðugt er eins og hver önnur della, hefurðu aldrei heyrt um sólbletti og mismunandi aðstæður
í rýminu sem sólkerfi okkar ferðast í og hefur orsakað hlýindaskeið og ísaldir í jarðsögunni.
Sagan um landnámshlýindin og litlu ísöld er vel sannaðar með fornfræði ransóknum, rannsóknum á jarðlögum
á norðurslóðum og ískjörnum úr Grænlandsjökli sem eru gögn en ekki sögusagnir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.2.2007 | 11:09
Ansi lítil þekking á efnafræði, kæri Bjarni.
út um púströrið þegar þeim er brennt þ.e. Koltvísýringi og vatni (Co2 0g H2O). Bensín er blanda af ýmsum rokgjörnum kolvetnum, bæði raðtengdum og hringtengdum sem skila öll samskonar brunnum úrgangi.
Það má ekki rugla saman octani og oktantölu sem er tölulegt gildi fyrir hvernig eldsneytið hagar sér við
mismunandi þjöppun í strokk vélarinnar hvað varðar sjálfkveikju. Oktantalan er afstemd með íblöndu ýmsra
snefilefna í eldsmneytið en ekki með magni oktans. Nánari tæknilegar útskýringar yrðu alltof langar. (Bókin
sem lesin var í skólanum var upp á 1200 síður og var ekki tæmandi fróðleikur um kolvetni).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)