21.8.2007 | 16:46
Að Hugsa Sér !
maðurinn frá sér 10 lítrum af lofti að meðaltali og í því er um 30% CO2, ef við töku mið af manni
sem vinnur ekki erfiðis vinnu og er ekki stöðugt í ræktinni og segjum að sendi ekki frá sér meira
en 2 lítra af CO2 á mínút gera það 1.051.200 lítra af CO2 á ári. Hver leyfir slíkri vél að parkera frítt
á bekknum á Austurvelli.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2007 | 14:56
Hvaða vísindaþekkingu hefur Gore
hafa sára littla þekkingu á loftlags fræðum og að halda því fram að olíu-
félög hafi ástæðu til að setja pening í að hafa áhrif, þetta er aumasta
rökleysa sem gripið er til af dómsdags prétikurum.
Það er bókfærð staðreynd að loftslagssaga Íslands (og þar með jarðarinnar)
síðastliðin 1200 ár byrjar á hlýinda skeiði á landnámsöld, saman ber örnefni
um akuryrkju og gróður og að Grænland byggist sem landbúnaðar land,
einig segir meira en nokkuð annað, heiti Vatnajökuls á þeim tíma sem
var Klofajökull, enda voru jöklar á landinu ekki nema 50% af því sem síðar
var. Á 13. öld byrjar fyrir alvöru að kólna, norrænir menn á Grænlandi
deyja út og Íslendium fækkar af ýmsum óáran niður í 1/3. þetta tímabil hefur
veri kallað litla ísöld, um 1800 byrjar að hitna aftur og með hléum hefur
loftslagi verið að hlýna en langt er í að það nái sömu hlýnun og var við
upphaf Íslandsbyggðar.
Skoðanir sáralítið skiptar meðal vísindamanna um gróðurhúsaáhrifin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.8.2007 | 10:35
Visthæfni ?
borgarinnar um visthæfni bíla Þá kemur í ljós að Citroen C3 er
ekki visthæfur nema hann sé búinn diselvél, sami bíll sama þyngdn,
nema diselvélin gæti verið ofurlítið þyngri, hef ekki fundið upplýsingar
um það.
Samkvæmt vitrigunum á diesel bíllinn að vera vishæfur með eyðslu á
5 lítrum af eldsneytisolíu (eða undir). En ef nánar er að gáð notar
dísel bíllinn töluvert meira magn af efnunum Carbon og Hydrogen,
en tilsvarandi bensín bíll eða ef notuð er viðmiðunin (sem er nokkuð
örug sem putta regla) við eðlisþyngd eldsneytisins svarar 5 lítrar að
diselolíu til 6,7 lítra af bensíni. Sem sagt alls ekki visthæfur og það sem
meira er disel mengar (rauverulegri mengun) töluvert meira við lágan
snúnings hraða mótors þ.e. í bæjarumferð. Sótar meira og sót (kolefnis-
agnir) er heilsuspillandi öfugt við koltvísýrling sem ekki hefur veri hægt
að sanna að hafi óæskileg áhrif í andrúmslofti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.8.2007 | 12:27
Visthæfur hvað er það.
hvaða fyrirbæri er það. það er eðlisfræðileg staðreynd að
það sem gildir er hversu mörg kíló eru flutt milli staða A
og B. Svo að öllu óbreittu er eina syndin sú að einn maður
sem flytur sjalfan sig milli staða á bíl sem vegur 2 tonn er
sá sem "mengar" að óþörfu, þegar hægt er að notast við
bíl sem aðeins vegur 500 kg til þess sama. Það er sama
hvort bíllin brennir bensíni, diselolíu, etanoli, metani, lýsi
eða steikingarfeiti, Þetta er allt kolvetni og útblástur á
brensluefnum sá sami og magnið það sama því það fer
eftir orkunni sem þarf til að keyra frá A til B.
En það kastar fyrst tólfunum á blaðsíðu 26 í Blaðinu 3.
ágúst þar sem fjallað er um umhverfisvænsta bíl í heimi,
eins og þar stendur. Bílinn er einskonar lífræntræktaður
og helsti kosturinn er að sögn, að hjólbarðar eru að hluta
gerðir úr kartöflusterkju sem á að minka eldsneytis notkun
þar sem vegviðnám er minna. Dæmigert fyrir skilning fjöl-
miðla manna. Mikð er gaman að spóla bensíntankinn tóman
áður en bíllinn hreyfist hænufet,svo ekki sé talað um að
hemla á kartöflumjöls hjólbörðum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.6.2007 | 09:39
Hin fullkomna endurnýting.
Hvernig er það eru allir í algjöri afneytun á staðreyndum sögunnar. Kenningin um hin svokölluðu gróðurhúsa áhrif CO2 eru upphaflega komi frá (vísinda)manni sænskum. Margrét Tatcer á Enlandi greip kenninguna fegins hendi til að knýja fram byggingu kjarnorkuvera. Hún var orðin langþreytt á verkföllum kolanámu manna. Hún varð fyrir áróðri um nýja ísöld sem upphófst á 7.áratugnum og ensk blöð gripu á lofti London Times birti myndir af borgarisjökum á Tems og spáði dómsdegi fyrir mannkynið, það selur jú blöð. Nú meiga gróðurhúsa áhangendur ekki heyra minst á kuldtíðina 1940 til 1970 þegar evrópu búar hrundu niður úr kulda og hungri (Kveikjan að Marshalaðstoðinni). Það fer ekki saman með aukningu CO2 á sama tíma. Nú er áróðurinn sá að brensla kolefnis orsaki hlýnun það gerir jú öll brensla ef litið er á takmörkin með brenslu, en þeir segja að CO2 sé orsök að hlýnandi loftslagi. Hvað með hlýindin á landnámsöld þegar jöklar á landinu voru 60% af því sem nú er og hinn
mikli Vatnajökull var í tvennu lagi og nefndist Klofajökull. Hver var að brenna öllum þeim Kolvetnum sem orsökuðu hlýnunina (ég veit ekki til að Íngólfur Arnarson hafi átt Jeppa). Annars er það góðrar gjalda vert að minnka pólitíkst vægi olíu og fynna annað eldsneyti en allt sem nefnt er í því sambandi (jurtaolía,etanól o.s.fr.) eru kolvetni og brenna því með að senda frá sér CO2. En hvað með það allar lifandi verur sem draga andan, anda frá sér CO2 og grænn gróður nýtir sér ljósið frá Sólu til að gróa og breyta kolefninu í CO2 ásamt vatni í kolvetni sem aðrar lífs verur nýta sem fæðu, þetta er jú hin mikla hringrás lífsins ( hin fullkomna endurnýting).
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2007 | 15:30
Tjörnin Lifi eða hvað?
upp samtökin Tjörnin Lifi og í forsvari voru hinir ýmsustu! lektorar og prófessorar
Háskólans sem fullyrtu að ef byggt væri á þeirri lóð, sem áður stóðu þrjú hús, mundi
bæði dýralíf og vatnsbúskapur Tjarnarinnar hrynja og eftir stæði fúll forarpittur.
Hvað nú!! Þegar nú er krafan um að Vatnsmýrinn verði þurkuð upp og nýr ?miðbær?
Reykjavíkur reistur á hreiður stæðum tjarnar fuglana. Hvar eru samtökin nú eða er
engin hætta núna, vegna þess að fluttingur flugvallarins er pólitískur rétttrúnaður.
Bloggar | Breytt 7.5.2007 kl. 09:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2007 | 17:42
Vísindaleg könnun á framtíðar stöðum
ætila sér að verða stjórnendur eða tónlistamenn eða eitthvað mikið.
Hugsið ykkur hvað mikið verður um Hitt og Þetta Group sem taka stór lán
til að fjármagna tónleika ferðir The Screming Cacophon.
Það var aldeilis munur á þegar ég var ungur í vesturbænum og nýr og flottur
Öskubíll byrtist skyndilega í hverfinu og allir strákarnir ættluð að verða
öskukallar þegar þeir yrðu stórir, því bíllinn var svo flottur og glansandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2007 | 19:24
Lýðskrum, Mengun Hugans..
Lýðskrum hefur veri ljóður á íslendskri stjórnmála umræðu síðustu áratugina
eða allt frá því að fjölmiðlar fóru að blómstra hér hin seinni ár. Hver þekkir
ekki fyrirspurnirnar og utandagskrár umræðurnar á alþingi sem eru tilkomnar
af því að slíkt er tíundað af fréttamönnum og öðru fjölmiðlafólki í þeirri gúrku-
tíð sem er varanlegt ástand í þjóðfélagi sem telur einungis 300 000 mans.
Mikið er básúnað um efnahag og ekki hefur dregi úr upphrópunum um að hagur
alþýðunar sé að hrynja og því meir heyrast bölsýnis ræðunar sem hagurinn batnar
í þjóðfélaginu, því ekki dugar að fólk verði ánægt með stjórnvöld. Til dæmis er
undarlegt að hlusta á þingkonu skammast yfir því að verðtrygð lán skuli hækka
í takt við gengið, vitandi að fyrrum flokkur þingkonunar kom á verðtyggingu
lána og sú hin sama prenntaði peninga til að lána út til húsbygginga og þessi
lán hröpuðu strax við útborgu um 20%. Húsbréfin sálugu. Ekki hefur verið
lát á stórum orðum um að allt sé á vonarvöl vegna þenslu í hagkerfinu og sagt
að ástæðan sé það sem kallað er stóriðjustefna, Þrátt fyrir að þessi margumtalaða
stóriðja sé enn á byggingastigi og ekki byrjuð að virka ennþá, nema til að skapa
atvinnu við byggingu, sem að mestu leyti er útfærð af erlendu vinnuafli bæði
verktaka og launþega og þenslan sem um er að ræða má rekja til útþenslu á
sviði peningamarkaða og innlendri íbúðarbyggingar, sem byggist á betri hag
atvinnuvegana og erlendum lántökum einkaaðila.
En nú skal koma inn hjá kjósentum að einhverskonar stóriðja sé að menga
allt bæði umhverfi og fjárhag og ef ekki verði sagt stopp muni heimurinn
farast með mann og mús. Hið hreina land hverfi í mengun og skít frá virk-
junum og verksmiðjum. Þetta er ekki nýtt, því þetta heyrðis fyrir 30 árum
þegar Búrfell og Straumsvík var í byggingu. Fjölmiðlar höfðu minni áhuga
þá á málinu sennilega vegna þess að báðar stjórnmála fylkingar hægri og
vinstri komu að málinu. En nú skal öllu tjaldað til að koma stjórvöldum
á kné og taka við völdum. Þegar spurt er hvað skal gera til að halda áfram
atvinnuuppbyggingu verður lítið um svör helst er talað í véfrétta stíl um
þekkingariðnað sem ekki fæst skilgreindur nánar, sennilegast vegna þess að
viðkomandi aðilli veit ekki hvað hann meinar með orðinu þekkingariðnaður.
Sannleikurinn er sá þeir sem hæst hrópa um ógnir stóriðju hafa ekki nein
úrráð þegar á reynir.
En það skal koma því inn hjá fólki að þessi stóriðja hvað sem það nú er, sé
ástæða alls ills sem er. Þetta er mengun hugans sem heitir lýðsskrum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nú er uppi sú kenning að koltvísýringur (CO2) hafi áhrif á hitastig jarðar með svokölluðum gróð-
urhúsaáhrifum. Talsmenn þessarar kenningar halda því fram að CO2 myndi gróðurhúsaþak um
jörðina og varni útgeislun á hita. Meðalþétting CO2 er 3 til 4 tíuþúsundustu hlutar loftsins, ætli
það hafi einhver áhrif? Skýjahulan hefur margfalt meiri áhrif, hver kannast ekki við næturfrost á
heiðskírum nóttum. En það sem kollvarpar þessari kenningu er sú eðlisfræðilega staðreynd að
eðlisþyngd koltvísýrings er 1,5 til 1,8 sinnum hærri en annarra lofttegunda andrúmsloftsins og er því jarðlægt, þ.e. liggur við yfirborð jarðar en finnst í litlum mæli í efri loftlögum og sígur að yfirborði jarðar ef það myndast þar (flugumferð). Annað í eðli CO2 er að efnið hefur háan hitastuðul, eða
126 kal. á g, til að hita það upp um 1 gráðu á C (ca 50% hærra en vatns). Þessi eiginleiki
hefur verið nýttur og efnið verið notað sem kæliefni í margvíslegri tækni. Það vekur furðu að
ekki er minnst á það að því meira magn af CO2 í lofti, því lægra verður hitastig loftsins að öðru
óbreyttu.
Það ætti öllum að vera ljóst að á landnámsöld var hér á landi og mjög sennilega á jörðinni allri hlýrra,
svo mikið að hér var stunduð akuryrkja og jöklar voru litlir. Hinn mikli Vatnajökull hét til forna
Klofajökull og menn riðu norður á land yfir klofann. Norrænir menn sigldu til Grænlands og hófu
blómlegan búskap. Á 15. öld fer að kólna og hefst þá það sem hefur verið kallað litla ísöld. Jöklar
stækka, akuryrkja leggst af, norrænir menn deyja út á Grænlandi og Íslendingar enda í mannfjölda sem er 1/3 til 1/4 af því sem var. Litla ísöld er talin hafa endað um 1900 þegar fer að hitna á
jörðinni og mesta hækkun hitastigs verður frá 1920 til 1940 þegar aftur hægir á. Þeir Eigil Friis Christensen og Knut Lassen, starfsmenn dönsku veðurstofunnar (Sol-Jord Fysik sektion), rituðu grein í Science árið 1991, þar sem þeir sýna fram á að algjör fylgni er á milli hitastigs jarðar og virkni sólar og byggja á mælingum frá 1860 til 1990. Hvað skyldi valda þessu tali um gróðurhúsaáhrif? Jú, ætli það sé ekki svo að sá (þeir) sem ræður því hver fær að brenna hverju og framleiða hvað hefur heimsyfirráð í hendi sér. Gamla klerkastéttin í nýju fötum keisarans.
Athyglisverður þáttur um virtan vísindamann sem helgaði sig mælingum á CO2 í lofti var sýndur 28.12.06 á BBC World. Þar var flogið upp í nokkur þúsund fet og tekin loftsýni í gegnum gat á glugga vélarinnar. Flugvélin var Cessna 178 4ra sæta með 200 hesta bensínhreyfli í nefinu sem spýr út 10-15 lítrum af CO2 á mínútu.
Þetta gerði einn af þeim 2-3 þúsund virtu vísindamönnum sem skrifa skýrslur.
LEIFUR ÞORSTEINSSON,
Naustabryggju 32, Reykjavík.
Frá Leifi Þorsteinssyni:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2007 | 13:42
Að hafa andstygð á peningum
Nú er það nýasta í félags vísinda kenniseningum. Að konur velji ekki stjórnunar
störf því þær hafa svo mikla andúð á peningum.
Hefur nokkur, skýringu á því að tískuvöru verslanir eru 7 af hverum 10 verslunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)