Lýðskrum, Mengun Hugans..

Lýðskrum hefur veri ljóður á íslendskri stjórnmála umræðu síðustu áratugina
eða allt frá því að fjölmiðlar fóru að blómstra hér hin seinni ár. Hver þekkir
ekki fyrirspurnirnar og utandagskrár umræðurnar á alþingi sem eru tilkomnar
af því að slíkt er tíundað af fréttamönnum og öðru fjölmiðlafólki í þeirri gúrku-
tíð sem er varanlegt ástand í þjóðfélagi sem telur einungis 300 000 mans.
Mikið er básúnað um efnahag og ekki hefur dregi úr upphrópunum um að hagur
alþýðunar sé að hrynja og því meir heyrast bölsýnis ræðunar sem hagurinn batnar
í þjóðfélaginu, því ekki dugar að fólk verði ánægt með stjórnvöld. Til dæmis er
undarlegt að hlusta á þingkonu skammast yfir því að verðtrygð lán skuli hækka
í takt við gengið, vitandi að fyrrum flokkur þingkonunar kom á verðtyggingu
lána og sú hin sama prenntaði peninga til að lána út til húsbygginga og þessi
lán hröpuðu strax við útborgu um 20%. Húsbréfin sálugu. Ekki hefur verið
lát á stórum orðum um að allt sé á vonarvöl vegna þenslu í hagkerfinu og sagt
að ástæðan sé það sem kallað er stóriðjustefna, Þrátt fyrir að þessi margumtalaða
stóriðja sé enn á byggingastigi og ekki byrjuð að virka ennþá, nema til að skapa
atvinnu við byggingu, sem að mestu leyti er útfærð af erlendu vinnuafli bæði
verktaka og launþega og þenslan sem um er að ræða má rekja til útþenslu á
sviði peningamarkaða og innlendri íbúðarbyggingar, sem byggist á betri hag
atvinnuvegana og erlendum lántökum einkaaðila.
En nú skal koma inn hjá kjósentum að einhverskonar stóriðja sé að menga
allt bæði umhverfi og fjárhag og ef ekki verði sagt stopp muni heimurinn
farast með mann og mús. Hið hreina land hverfi í mengun og skít frá virk-
junum og verksmiðjum. Þetta er ekki nýtt, því þetta heyrðis fyrir 30 árum
þegar Búrfell og Straumsvík var í byggingu. Fjölmiðlar höfðu minni áhuga
þá á málinu sennilega vegna þess að báðar stjórnmála fylkingar hægri og
vinstri komu að málinu. En nú skal öllu tjaldað til að koma stjórvöldum
á kné og taka við völdum. Þegar spurt er hvað skal gera til að halda áfram
atvinnuuppbyggingu verður lítið um svör helst er talað í véfrétta stíl um
þekkingariðnað sem ekki fæst skilgreindur nánar, sennilegast vegna þess að
viðkomandi aðilli veit ekki hvað hann meinar með orðinu þekkingariðnaður.
Sannleikurinn er sá þeir sem hæst hrópa um ógnir stóriðju hafa ekki nein
úrráð þegar á reynir.
En það skal koma því inn hjá fólki að þessi stóriðja hvað sem það nú er, sé
ástæða alls ills sem er. Þetta er mengun hugans sem heitir lýðsskrum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Jónsson

Góðar greinar hjá þér ekki vissi ég þetta með eðlisþyngd CO2, en það virðist ekki vera hægt að koma vitræni umræðu að um hlýnun þá sem nú stendur yfir, það en eins og það séu trúarbrögð að álframleiðsla sé af hinu illa og það eru bara vondir menn sem vilja virkja fallvötnin. Varðandi lýðskrumið þá er það sennilega einna sterkast hjá fréttamönnum sem geta ekki gert greinarmun á sínum eigin skoðunum og því sem telst til frétta, það tel ég til mengunar hugans svo notuð séu þín orð.Kveðja Magnús

Magnús Jónsson, 6.4.2007 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband