Fiskurinn hefur fögur hljóð.

Er ekki kominn tími til að fréttastjórar og ritstjórar blaða og
ljósvakamiðla taki til hjá sér og ráði annað en þessa háskóla-
gengnu blaða menn sem ekkert vit hafa á daglegu lífi hvað þá
snefil á kunnáttu í almennri menntun sem tíðkaðist hér áður fyrr.
Menn eru löngu hættir að kippa sér upp við að Morgunblaðið
kemur með fréttir af nýjum Perpetuum Mobile, vélum sem ganga
fyrir engu, það er framleiða orku úr tóminu.
En verra er þegar bókstafs trúaðir vinstri menn eru farnir að snúa
við staðreyndum og tímarás atburð sem, menn sem ekki hafa náð
miðjum aldri ekki upplifðu því annað hvort voru þeir ekki bornir
í þennan heim eða enn að væta bleyjur.
Frétin er sú að sérkennilegt vélar hljóð var ekki hægt að staðsetja
og reyndist það síðar vera hljóð frá boginni skrúfu. Nú er það
þannig að allt frá því að Astekið var tekið í notkun í byrjun síðari
heimstyrjaldar hefur þróast tækni við að þekkja skip og fleirra á
því hljóði sem þau gefa frá sér neðansjávar, svona eins og fólk
hefur séð í lögguþáttum þegar verið er að bera saman hljóðsjármynd
úr síma til að þekkja rödd.
Fréttastofa RUV kom með frétina í sjónvarpi og hjélt því fram að
skrúfuhljóðið hefði verið allt sem Svíar heyrðu, en létu vera með
að nefna nokkuð annað þó málið hafi staðið yfir í á annað ár.
En RUV er jú svo hlutlaust að þeir eru löngu búnir að týna hlutnum.
Núna spynnur Fréttablaðið upp stór frétt um málið og snýr tíma
röðinni á haus og segir endalokin vera byrjunina.
Málið með rúsneska kafbáta í skerjagarði Svía teygði sig frá botni
Botniskaflóans og langt suður fyrir Stokhólm og ef mig mynnir rétt
varaði í á annað ár.
Endirinn á ævintýrinu varð einn góðviðris dag snemma sumars þegar
Skánskur bóndi vaknaði með andhvölum upp við ægileg vélar óhljóð
fyrir neðan túnið, honum var gengið niður í fjöru og þar blasir við
honum sovéskur kaffbárur strandaður á sandrifi.
Undirritaður var staddur í Höfn þennan dag og fylgdist með beinni
útsendingu í sjónvarpinu, þar sem rúsneskir dátar með slaufu í sjó-
liðahúfunni hlupu með alvæpni framm og aftur un þilfarið í vonlausri
baráttu við að losana af sandrifinu og kapteininn með skínandi
hamar og sigð í húfunni öskraði fyrirskipanir.
En aumastur var Sendiráðsitari Rússa sem hélt því fram að báturinn
hefði villst á kráku stígum skerjagarðsins og leiðinni út á Atlandshaf
60 til 100 sjómílum sunnar. Mikil sjómennska það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband