Þessir veruleikafyrrtu hokrarar.

Hvernig væri að þessir "lífrænu virkjunar andstæðingar" hættu að nota rafmagn.
Þeir gætu eins og forfeður þeirra borið birtuna inn í kollhúfunum.


mbl.is Fagna yfirlýsingu umhverfisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af yfirlýsingum þeirra að dæma get ég ekki séð að þeir ætli að hætta að nota rafmagn.  Þetta er kannski bara spurning um hversu langt menn vilja ganga í notkun rafmagns og hvort við þurfum virkilega meira.  Ég spyr því:  þurfum við meira rafmagn til að lýsa upp híbýli okkar, eins og sakir standa?  og ef svo er:  verður að sækja það í Þjórsá?

Jóhann (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 13:12

2 Smámynd: Benjamín Plaggenborg

Þetta eru fíflalegustu og smáborgaralegustu ummæli sem ég hef heyrt. Hefurðu eitthvað lesið þér til um þessar virkjanir? Veistu eitthvað hvað þú ert að þvaðra um? Gerirðu þér grein fyrir því að meirihluti íbúa svæðisins vill ekki virkjun? Skilurðu að rafmagnsins úr þeim er ekki þörf til að þú, ég og þeir geti notað rafmagn?

Benjamín Plaggenborg, 9.5.2008 kl. 14:14

3 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Þetta er alveg eins og í sögunni um litlu gulu hænuna. Allir þessir náttúru

sinnar vilja og heimta sína sneið af lifibrauðinu en að baka lifibrauðið það

kemur ekki til greina að þeir vilji það kemur ekki til mála, slík viðhorf eru

smáborgaralegasta veruleikafyrring sem fyrir fynnast Herra Plagenborg.

Leifur Þorsteinsson, 9.5.2008 kl. 15:52

4 identicon

nær ekkert af þeirri raforku sem koma mun úr virkjuninni mun nýtast íbúum svæðisins heldur er þetta raforka eingöngu framleidd fyrir stóriðju og önnur fyrirtæki.

eit af aðalmarkmiðum Landsvirkunar eins og annarra fyrirtækja er að hámarka gróða sinn og því eru áform Landsvirkjunar og orkufyrirtækjanna um allt land einungis skref í átt að auknum gróða. Það er því fyrra að halda því fram að þessi verkefni séu gerð í okkarþáu því þau þjóna aðeins markaðsöflunum.  

Arnar (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 12:33

5 Smámynd: Benjamín Plaggenborg

Leifur, segðu mér hvernig þessar virkjanir þjóna okkur sem lifibrauð.

Benjamín Plaggenborg, 10.5.2008 kl. 13:25

6 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Benjamin Plaggenborg.

Ef þú ekki skilur hvernig orkuframleiðsl og orka verður að fjármunum og

lífsgjæðum fyrir Íslensku þjóðina ertu ekki fær um að tala um almenna

hagfræði og það sem heldur þjóðlífinu gangandi. Þetta gildir einig um

þann sem nefnir sig Arnar.

Það að Íslensk fyrirtæki myndi ágóða og gróða kemur öllum í landinu til

góða. Meira að segja vissu kommar og bolsivikar þetta líka.

Leifur Þorsteinsson, 10.5.2008 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband