Hvað gengur að Englendingum

Ég hef heyrt þetta áður, eða fyrir rétt 40 árum.
Ég var staddur í móttöku í Danska Sendiráðinu
þegar gaf sig á tal við mig sendiráðsritari úr
enska sendiráðinu, hefur haldið að ég væri eihvers-
konar ríkis starfsmaður, og fór að óskapast yfir
því að Ísland hefði tekið stórt lán hjá Alþjóða-
bankanum og taldi víst að það væri ekki mögulegt
að Ísland gæti greitt það til baka.
Ég benti honum á að fyrir þennan pening væri verið
að byggja á þeim tíma eitt stærsta raforkuver í
Evrópu og þegar væri búið að selja raforkuna, svo
hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur.
Lítið hafa bretar breyst.
mbl.is Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn til aðstoðar Íslandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælir

Ég held að það sé óþarfi að taka mark á greinum sem þessum. Ég veit að margir Íslendingar hafa það fyrir venju að gera ráð fyrir að allt sem er í, og kemur frá, útlandinu sé betra en það sem á Íslandi er og frá Íslandi kemur, - og einnig að flest hvað varðar lífskjör og efnahagsmál sé betur farið í útlöndum. En svo er vissulega ekki. Þar sem ég bý, í Danmörku, er þessi hugsunarháttur alveg þveröfugur. Hér halda menn að flest það sem frá útlandinu kemur geti ekki verið betra en það sem frá eigin þjóðarheimili kemur.

Ef menn skoða nánar þær greinar sem viðkomandi "blaðamaður" skrifar, þ.e. þessi Hr. Edmund Conway, þá sér maður að um einstaka bjarnarfæðu (Bearish food) og neikvæðu er að ræða.

Hr. Conway hefur að meðaltali skrifað eina neikvæða gein á hverjum degi síðan í lok maí á síðasta ári, ef aðeins eru taldar með þær 185 neikvæðu greinar sem hann hefur fengið birtar. Hér eru ekki taldar með þær greinar sem ekki fengust birtar. Um gæði þeirra "dagblaða" sem birt hafa greinar eftir Hr. Conway geta menn dæmt um sjálfir: listinn er hér:

http://www.journalisted.com/edmund-conway/uk

Þess má geta að núverandi bjarnar-markaður (bear market) byrjaði um miðbik síðasta árs. Birnir hafa þénað stöðuvötn og foss fjár á skortsölum (shortings) síðan þá.

Bestu kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 13:19

2 identicon

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

 ,,Ísland var í hópi þeirra 29 ríkja sem tóku þátt í stofnun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 27. desember 1945. Frá stofnun hefur Ísland fjórum sinnum tekið lán. Fyrsta lán Íslendinga hjá sjóðnum var tekið árið 1960 á tímum Viðreisnarstjórnarinnar. Annað 1967-68 vegna brests í útflutningstekjum, 1974-76 vegna hækkunar á olíuverði og loks 1982 vegna útflutningsbrests. Afborgunum af þeim lánum var lokið 1987 og er Ísland skuldlaust við sjóðinn.''
Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 15:11

3 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Það var Alþjóðabankinn sem lánaði fyrir byggingu

Búrfellsvirkjunar.

Leifur Þorsteinsson, 6.4.2008 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband