12.9.2007 | 14:39
Ekki er öll vitleysan eins.
Áðan var einhver sem ætlar að halda fyrirlestur um Ozon lagið og
hversu vel hefði tekis til að vermda það með aðgerðum. Að aug-
lýsa sig í þættinum á milli 11 og12 á rás 1.
Því miður gleymdi hann að taka fram eftrirfarandi.
1) Hvernig náttúrulegri (normal ) þéttingu á Ozon laginu er
háttað er ekki vel þekt, þar sem langtíma mælingar vantar.
2) Ozon er súrefni sem hefur 3 atóm í sameind í sað 2 atóma
í súrefnis sameind og er Ozon sameindin ákaflega óstöðug
( stuttur líftími) og því er Ozon lagið mjög óstöðugt
3) Ozon myndast í gufuhvolfinu með tilstilli orku frá sólu þ.e.s
í útfjólubláu ljósi sólar og styttri ljósbylgjum frá sólu og
hverfur jafn skjótt, sem það myndast eða svotil. Þannig hefur
það heillavænleg áhrif á að minka það, að útfjólublátt ljós nái
niður í lífhvolfið með miður æskilegum áhrifum á það.
4) Ozon er eitur fyrir lífverur sem notast við súrefni og sem
betur fer er sáralítil myndun á því í neðri loftslögum, nema
þar sem rafneistar myndast ( Eldingar og neistar á járnbraut-
arlínum sem ganga fyrir rafmagni).
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.