Nú er uppi sú kenning ...

FULLYRT er að maðurinn sé að tortíma sjálfum sér, nú með tækniframförum, áður var það syndsamlegt líferni og prédikarar voru duglegir að nota kenningar um hreinsunareldinn til mylja undir kirkjuna völd og auð. Nú eru það náttúruprédikarar og stjórnsýslumenn sem nota vanþekkingu almennings sjálfum sér til framdráttar.

Nú er uppi sú kenning að koltvísýringur (CO2) hafi áhrif á hitastig jarðar með svokölluðum gróð-

urhúsaáhrifum. Talsmenn þessarar kenningar halda því fram að CO2 myndi gróðurhúsaþak um

jörðina og varni útgeislun á hita. Meðalþétting CO2 er 3 til 4 tíuþúsundustu hlutar loftsins, ætli

það hafi einhver áhrif? Skýjahulan hefur margfalt meiri áhrif, hver kannast ekki við næturfrost á

heiðskírum nóttum. En það sem kollvarpar þessari kenningu er sú eðlisfræðilega staðreynd að

eðlisþyngd koltvísýrings er 1,5 til 1,8 sinnum hærri en annarra lofttegunda andrúmsloftsins og er því jarðlægt, þ.e. liggur við yfirborð jarðar en finnst í litlum mæli í efri loftlögum og sígur að yfirborði jarðar ef það myndast þar (flugumferð). Annað í eðli CO2 er að efnið hefur háan hitastuðul, eða

126 kal. á g, til að hita það upp um 1 gráðu á C (ca 50% hærra en vatns). Þessi eiginleiki

hefur verið nýttur og efnið verið notað sem kæliefni í margvíslegri tækni. Það vekur furðu að

ekki er minnst á það að því meira magn af CO2 í lofti, því lægra verður hitastig loftsins að öðru

óbreyttu.

Það ætti öllum að vera ljóst að á landnámsöld var hér á landi og mjög sennilega á jörðinni allri hlýrra,

svo mikið að hér var stunduð akuryrkja og jöklar voru litlir. Hinn mikli Vatnajökull hét til forna

Klofajökull og menn riðu norður á land yfir klofann. Norrænir menn sigldu til Grænlands og hófu

blómlegan búskap. Á 15. öld fer að kólna og hefst þá það sem hefur verið kallað litla ísöld. Jöklar

stækka, akuryrkja leggst af, norrænir menn deyja út á Grænlandi og Íslendingar enda í mannfjölda sem er 1/3 til 1/4 af því sem var. Litla ísöld er talin hafa endað um 1900 þegar fer að hitna á

jörðinni og mesta hækkun hitastigs verður frá 1920 til 1940 þegar aftur hægir á. Þeir Eigil Friis Christensen og Knut Lassen, starfsmenn dönsku veðurstofunnar (Sol-Jord Fysik sektion), rituðu grein í Science árið 1991, þar sem þeir sýna fram á að algjör fylgni er á milli hitastigs jarðar og virkni sólar og byggja á mælingum frá 1860 til 1990. Hvað skyldi valda þessu tali um gróðurhúsaáhrif? Jú, ætli það sé ekki svo að sá (þeir) sem ræður því hver fær að brenna hverju og framleiða hvað hefur heimsyfirráð í hendi sér. Gamla klerkastéttin í nýju fötum keisarans.

Athyglisverður þáttur um virtan vísindamann sem helgaði sig mælingum á CO2 í lofti var sýndur 28.12.06 á BBC World. Þar var flogið upp í nokkur þúsund fet og tekin loftsýni í gegnum gat á glugga vélarinnar. Flugvélin var Cessna 178 4ra sæta með 200 hesta bensínhreyfli í nefinu sem spýr út 10-15 lítrum af CO2 á mínútu.

Þetta gerði einn af þeim 2-3 þúsund virtu vísindamönnum sem skrifa skýrslur.

LEIFUR ÞORSTEINSSON,

Naustabryggju 32, Reykjavík.

Frá Leifi Þorsteinssyni:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og fimmtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband