Að selja norðurljósin.

Hér áður fyrr var gulls í gildi að eiga snemmbæra kú svo mjólkur-
matur væri til í búinu þegar hallaði undan fæti, síðla veturs.
Nú eru aðrir tímar, og mjólkin er sótt út í búð og allar sykruðu
afurðirnar eru að sliga kælihillurnar. En ekki eru menn ánægðir,
Nú skulu kýrnar vera sjálfbærar og menn taki upp dreyfbýlis
hugsjónina ómengaða. Selja ósnortið land, hreint vatn (ekki
nota það til að brugga bjór) og að lokum að selja norður ljósin.
Þetta er pistill dagsin frá hinum græna yfirstumpi.
Að selja norður ljósin var reynt fyrri part síðusu aldar,
en sá sem það gerði sá strax að það dugði ekki til að framfleyta
þjóðinni og lagði á ráðin að reisa virkjun (sjálfbæra) við Búrfell
og byggja áburðarveksmiðju, ásamt að leysa samgöngmálin
með járnbraut eftir endilöngu suðurlandi. En hvað gerðist? Upp
risu allir dreyfbýlisfrömuðirnir og mótmæltu, því þeyr óttuðust
að þrælarnir færu að snúa sér að öðru en að moka skít, þessir
höfðu áður riðið vestur og suður til að mótmæla símanum.
Rúmum sextíu árum síðar var Búrfellsvirkjun reist og þá upphófst
það tímabil í sögu þjóðar að ekki var lengur þörf á að fella gengi
krónunar á þriggja mánaða fresti til halda í við tapið á fiskveiðunum.
og þegar kvótakerfinu var komið á, varð loksins arðbært að
stunda fiskveiðar. En nú skal hverfa aftur til fyrrihluta síðustu
aldar, þegar hagstjórnarráð vinstri stjórnar voru þau að fólk
skyldi eta grjóngraut til að spara.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband