9.2.2007 | 11:09
Ansi lítil þekking á efnafræði, kæri Bjarni.
Metan, etan, própan, bútan, pentan, hexan, heptan og octan eru heitin á fyrstu átta kolvetnunum með raðtengdum sameindum, metan CH4 og octan C8H18. Öll eru gerð úr sömu frumefnnunum og skila sömu efnnum
út um púströrið þegar þeim er brennt þ.e. Koltvísýringi og vatni (Co2 0g H2O). Bensín er blanda af ýmsum rokgjörnum kolvetnum, bæði raðtengdum og hringtengdum sem skila öll samskonar brunnum úrgangi.
Það má ekki rugla saman octani og oktantölu sem er tölulegt gildi fyrir hvernig eldsneytið hagar sér við
mismunandi þjöppun í strokk vélarinnar hvað varðar sjálfkveikju. Oktantalan er afstemd með íblöndu ýmsra
snefilefna í eldsmneytið en ekki með magni oktans. Nánari tæknilegar útskýringar yrðu alltof langar. (Bókin
sem lesin var í skólanum var upp á 1200 síður og var ekki tæmandi fróðleikur um kolvetni).
út um púströrið þegar þeim er brennt þ.e. Koltvísýringi og vatni (Co2 0g H2O). Bensín er blanda af ýmsum rokgjörnum kolvetnum, bæði raðtengdum og hringtengdum sem skila öll samskonar brunnum úrgangi.
Það má ekki rugla saman octani og oktantölu sem er tölulegt gildi fyrir hvernig eldsneytið hagar sér við
mismunandi þjöppun í strokk vélarinnar hvað varðar sjálfkveikju. Oktantalan er afstemd með íblöndu ýmsra
snefilefna í eldsmneytið en ekki með magni oktans. Nánari tæknilegar útskýringar yrðu alltof langar. (Bókin
sem lesin var í skólanum var upp á 1200 síður og var ekki tæmandi fróðleikur um kolvetni).
Athugasemdir
Þegar ég benti þér á "octane" átti ég við oktantölu einmitt vegna mismunandi þjöppunar hinna ýmsu kolvetnisblanda. Oktantala metans er, að mig minnir, um 130 sem þýðir að brennsla þess (vegna betri þjöppunar) í rétt stilltum vélum er betri en brennsla bensíns. Metan er hinsvegar orkuminna per rúmmál en á heildina hagkvæmara (hagur = minna CO2 per orku).
Bjarni (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 14:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.