Fall Turnana

Þeir sem gjarnan tala um að það verði að sprengja undirstöðurnar, gleyma að það gildir um
byggingar séu hlaðnar eða steyptar með járnbyndigu.Turnarni voru bygðir með stálgrind,
og þegar svo er kveikt í hundruðum tonna af þotueldsneyti í miðju turnsins gefur stálgrindin
sig og byggingin fellur inn í sig og þess vegna beint niður
mbl.is Turnarnir féllu „þægilega“ niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hvað með byggingu 7 þar sem ekki var kveikt í hundruðum tonna af þotueldsneyti?

Jón (IP-tala skráð) 11.9.2011 kl. 22:45

2 identicon

7 varð undir brakinu af turninum sem stóð næstur.Svo "þæglegt" var fall turnana ekki. Þessir

samsæris höfundar hafa næstum sömu sjúklegu hugsanir og þeir sem framkvæma slíkar gerðir

og hryðjuverkamennirnir, þar sem ekkert kemst að nema blint hatur til þeirra sem þeir eru

samfærðir um að séu orsakir að öllu þeim óförum sem yfir þá dynja.

Leifur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 11.9.2011 kl. 23:26

3 identicon

Þetta er ekki rétt.  Skoðaðu þetta vídeó hér: http://www.youtube.com/watch?v=hZEvA8BCoBw&feature=youtu.be.  Fall byggingu 7 er hulin ráðgáta.

Skúli (IP-tala skráð) 12.9.2011 kl. 00:37

4 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Byggingarnar voru hannaðar til að geta þolað Boeing 707 með sínum 4 hreyflum og mun meira eldsneyti en þær rellur sem lentu á byggingunum. Þessu fyrir utan að þá féll bygging 7 í "controlled demolition" þó þar hefðu aðeins logað smáeldar.

Óskar Guðmundsson, 12.9.2011 kl. 08:32

5 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Skúli. Skoðaðu myndbandið vel og vendilega. 1.Myndbandið er tekið úr þeirri

átt að ekki sjást skemdirnar á #7 sem verða við fall turnana 2. Taktu vel eftir hver-

nig þakið á #7 fellur niður og inn í sig, sem þýðir hvað? Hugsaðu maður.

Samhæfðar undirstöðu spreingigar sem notaða eru við niðurrif orsaka það að þak

brotnar síðast og oft fyrst þegar það skellur í jörðina.

Samsæris kennigar eru vert verkefni að skoða og skilgreina. Sérleg sú, sem vinsælust

er í dag. Það að Davíð Oddson eigi sök á því að heimurinn fór á hausinn, og að hann sé

enn að og skapi vadræðinn í evfrópu vegna andstöðu við ES.

Leifur Þorsteinsson, 12.9.2011 kl. 10:04

6 identicon

"Svo "þæglegt" var fall turnana ekki. Þessir

samsæris höfundar hafa næstum sömu sjúklegu hugsanir og þeir sem framkvæma slíkar gerðir

og hryðjuverkamennirnir, þar sem ekkert kemst að nema blint hatur til þeirra sem þeir eru

samfærðir um að séu orsakir að öllu þeim óförum sem yfir þá dynja."

Hvaða bull-alhæfing er þetta? Kynntu þér málið og vertu ekki með þessa steypu. Að alhæfa að þeir sem viðurkenni ekki opinberu frásögnina séu uppfullir af hatri segir meira um sjálfan þig en einhvern tímann málstaðinn. Firringin algjör.

Davíð Alexander Östergaard (IP-tala skráð) 12.9.2011 kl. 11:17

7 identicon

"Samhæfðar undirstöðu spreingigar sem notaða eru við niðurrif orsaka það að þak

brotnar síðast og oft fyrst þegar það skellur í jörðina."

Rangt, Þakið fellur fyrst inn í sig í niðurrifi.

Útskýring: Stálbitarnir í miðri byggingunni eru  eyðilagðir fyrst, þá byrja þakið að detta inn í sig, eftir það eru ytri bitarnir eyðilagðir og því miðjan er byrjuð að falla á undan þá dregst byggingin frekar að því að falla í miðjuna frekar en út, minnkandi skaðann sem niðurrifið gefur út frá sér, hreint og beint niður.

Gunnar Dagbjartsson (IP-tala skráð) 12.9.2011 kl. 13:00

8 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

ÆÆ östegaard Lestu athugasemd #5. Ég er nú svo gamall að í mínu minni stendur ljóslifand mynnigin þegar

fregnin kom um að Þjóðverjar hefðu þann morguninn ráðist inn í Pólland úr vestri ásamt Rússum úr austri og

þar með hófst önnur heimstirjöldin og alt sem þá fór í gang, morðin á pólskum foringjum (stíðsföngum) og út-

rýming gyðinga (helförin) og eftir að slettist up á vinskapinn milli þeirra Hitlers og Stalíns sigldu skipalestirnar

svo til framhjá stofugluggum Íslendiga frá USA til Múrmansk Rúsladi með vistir og hergögn. Allt þetta hefur

maður séð dregið í efa og haldið hefur verið fram að sé sögufölsun. Þessar samsæris kenningar eru ekki ný

fyribærti. Svo taktu ekki of stórt upp í þig minn kæri. Og hver er svo "Málstaðurinn" er hann?????.

Leifur Þorsteinsson, 12.9.2011 kl. 13:21

9 identicon

Þannig að þú veist s.s. meira um þetta mál en þessi hópur 1500 verkfræðinga, arkítekta, prófessora o.fl. sem kalla þetta "controlled demolition"?  Ok allt í góðu með það og það getur vel verið að húsið hafi verið ónýtt.  Hins vegar er það ekki að "hugsa" að gleypa við öllu sem sagt er á bloggi.  Ég trúi ekki á samsæriskenningarnar í kringum 9/11 en það er samt fjölmargt sem ekki hefur ennþá komið í ljós og mun líklega aldrei aldrei gerast.  Það að þessi bygging sérstaklega hafi hrunið svona er t.d. mjög skrítið.  Svo það er skiljanlegt af hverju þessar kenningar séu ennþá til, sérstaklega þar sem sérfræðingar eru ósammála um marga hluti.  En alhæfingar um að þeir sem haldi fram öðrum skoðunum og kenningum um málið séu fullir af hatri eru vægast sagt harðar.  Annars er kenningin um að Davíð Oddsson hafi sett heiminn á hausinn mjög skemmtileg!

Skúli (IP-tala skráð) 12.9.2011 kl. 14:53

10 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Af hverju eru New York verkfræðingar ekki löngu búnir að benda á bomburnar? Þeir myndu keppast um að fá að vera "fyrstur til að benda á bomburnar." Enda mest að marka þá umfram stjörnufræðing frá UTAH, trúfræðing frá Minnesota eða ruglustrump frá Danmörku sem segist hafa fundið bombuefni í rykinu.

En verkfræðingarnir í New York nenna ekki einu sinni að ræða þessar sprengjur. Af því þær eru svo sorglega vitlaust umræðuefni að einungis fáfróðir taka þeim alvarlega. Eða, fólk sem veit akkúrat ekkert um burðarfræði eða svona stálgrindarhús, hvernig þau eru byggð, þeim viðhaldið eða hvað þarf til að vinna eitt eða neitt í þeim.

Og 1500 arkitektar og verkfr... bú hú, big deal. Bjánar þar eins og á bloggunum. Hvað haldiði að séu margir bara arkitektar í Bandaríkjunum einum saman? Ég veit allavega að um 6000 arkitektar útskrifast úr skólum á hverju ári með BS eða Master.

Ætli hálf milljón verkfræðinga og arkitekta viti betur en þessi hópur 1500 sauða?

Þannig að sprengjur eru ósannfærandi, alveg sama hvað menn apa eftir uppúr samsærissíðunum, skemmtiefni fyrir UFO- og trúarnöttaratýpur.

Og kanahatara. Gangi ykkur vel.

Ólafur Þórðarson, 20.9.2011 kl. 04:08

11 identicon

Vefari

Svar þitt gefur til kynna að þú dæmir ansi hart án þess að vita betur. Þetta eru þó alveg heiðarlegar vangaveltur, en ég vil benda þer á þessa mynd í fullri lengd. Hér hefuru sérfræðinga, hlaðna gráðum í tengdum greinum, fjalla um efnið,

9/11: Explosive evidence - Experts speak out : http://www.youtube.com/watch?v=lw-jzCfa4eQ

Nú eða þessa

http://www.youtube.com/watch?v=H2CVAnRByfg - The ring of power

Og í guðanna bænum ekki gera lítið úr þessum myndböndum og þykjast vita betur en það sem kemur þarna fram.

Þegar ú ert búinn að að horfa máttu endilega svara aftur :) Þetta eru mjög áhugaverðar og vel settar fram myndir.

 Gangi þér vel

Davíð Alexander Östergaard (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 12:49

12 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já já... þessi video segja ekkert nýtt.

Ég hef unnið í arkitektúr á Manhattan síðan 1988 og hef líka gráður og svoleiðis eins og þetta fólk. Munurinn er þó sá að ég var á staðnum. 300m frá syðri turni (s.s. lobbý í 78. hæð) og sá þetta mjög vel með berum augum og heyrði vel og skil ágætlega hvernig hrunið var og þekkti þessar byggingar og hef unnið í fullt af turnum í hverfinu í alls konar hönnunardjobbum, frá brunavörnum í að vinna með verkfræðingum til að laga eða breyta á hæðunum, ytra byrði yfir í almenna innanhússhönnun, tengja hæðir með stigum og lyftum og júneim it.

Ég ætla að hafa þetta mjög skýrt: Það voru engar sprengjur í þessum turnum.

Ólafur Þórðarson, 21.9.2011 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband