2.5.2011 | 16:48
Hornstranda bangsi
Hvar var Gnarrin núna, var þetta ekki uplagt tægifæri til að uppfyla kosnunga loforðin.
Ísbjörninn fluttur til Reykjavíkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þeir sem stjórna Íslandi bak við tjöldin, flýttu sér að drepa BJÖSSA svo það væri öruggt að Jón Gnarr gæti ekki slegið tvær flugur í einu höggi, þ.e.a.s. bjarga dýri í útrýmingarhættu, og stækka húsdýragarðinn. Það hefði orðið of vandræðalegt fyrir þá "góðu gæja" sem alla tíða hafa svikið öll kosningaloforð 100% og rúmlega það!
Þannig að stóri mafíubróðirinn í falda aflinu fyrirskipaði að drepa dýrið áður en illa færi í pólitíkinni!
Þórunn Sveinbjarnardóttir komst ekki í flugferð í þetta skiptið, en það gerði hún hér um árið þegar hún var umhverfisráðherra, með tilheyrandi kosnaði og fátækir skattborgarar greiddu að sjálfsögðu farmiðann í þá óþörfu ferð ferð norður í land! Og erlendir dýraverndunar-sinnar áttu erfitt með að hemja sig í hatrinu út í Íslensku morðingjana eftir síðasta ísbjarnar-morðið? En hvar eru þeir núna? Hver er að ýta á stjórntakka pólitískra dýraverndunar-sinna núna?
En Þórunn Sveinbjarnardóttir segir líklega núna að farið hafi fé betra? Hún hefur kannski lært af reynslunni, að heimurinn ferst ekki þó einn Ísbjörn sé myrtur! En hún á samt margt ólært eins og við öll, svo mikið er víst!
Skjótt skipast veður í lofti tækifæris-pólitíkusa og eiginhagsmuna-seggja fjarstýringar-mafíunnar! Sú mafía veit alltaf á hvaða stjórnmála-þræla pólitískra áróðurs-þvingunar-takka hún á að ýta! Þess vegna eru Íslendingar í þeim sporum sem raun ber vitni í dag!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.5.2011 kl. 17:42
Það er það mikið til af hvítabjörnum í heiminum að heimild er til að fella dýr úr öllum stofnum, samtals um 800 stk. Þegar þessi rándýr villast hingað til lands er skynsamlegasta leiðin sú sem framkvæmd hefur verið hér síðustu ár; að fella þau. Það er ástæðulaust með öllu að leggja í tugamilljóna kostnað til að halda þessum skepnum á lífi.
Guðmundur (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 23:24
Guðmundur. Ég er svo innilega sammála þér með að fella skuli þessi rándýr áður en þau fella fólkið. Svona ís-köld er ég nú inn við beinið!
En velti samt ennþá fyrir mér verndar-fárviðrinu sem hér geisaði síðast þegar háttvirtir ís-bjössar stigu á Ís-landið?
Hér var öllu tjaldað til, eins og t.d. Þórunni Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra með flugferð norður í land til að bjarga, eða leggja blessun sína yfir ísbjarnar-morðið í den tid, óháð mikilvægi, til tilefnislausrar björgunar-ferðar, með fáránlegum (ekki) björgunar-aðgerðum?
Þorgrímur Þráinsson skrifaði mjög góða sögu um þriðja ísbjörninn! Það er barnabók held ég, en engin barnabók er góð, ef fullorðnir hafa ekki gaman af henni.
Ég dýrka Þorgrím Þráinsson fyrir hversu skemmtilegur, raunsær, réttsýnn og hnitmiðaður hann er í sínum skrifum. Ráðlegg fólki að lesa hans bráðskemmtilegu sögu um þriðja ísbjörninn. Hann kann að setja atburðina saman í skiljanlega og skemmtilega sögu. Og við þurfum á því að halda að hafa gaman af einhverju í lífinu.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.5.2011 kl. 00:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.